Vörur
Við bjóðum upp á öflugar hugbúnaðarlausnir fyrir dreifiveitur, sem kortleggja og greina núverandi notkun í kerfinu ásamt því að spá fyrir um aukið álag vegna rafbílahleðslu. Einnig bjóðum við upp á lausn sem greinir hönnun á nýjum viðbætum í kerfinu.




álag

Skyggnir álag er öflugt hermilíkan sem kortleggur dreifikerfi, sýnir núverandi álag á strengi og spenna en áætlar einnig álagsáhrif orkuskipta á kerfið með hermunaraðferðum. Lausnin er sjálfvirk í keyrslu og uppfærir gögn og niðurstöður reglulega og eru þær aðgengilegar í gagnvirku og notendavænu viðmóti.

rafbílar
Skyggnir rafbílar er gervigreindarlíkan sem metur líkur á rafbílahleðslu út frá raforkunotkun. Líkanið merkir gögnin en getur einnig sundurliðað rafbílahleðslu frá grunnnotkun á raforku. Með notkun á slíku líkani er hægt að öðlast góða innsýn inn í stöðu og áhrifa orkuskipta á dreifikerfi raforku.








hönnun
Skyggnir hönnun byggir á grunni Skyggnis álag en það tekur inn gögn um dreifistöðvar í hönnun og metur áhrif hefðbundins álag sem yrði á slíkri stöð en einnig áhrif orkuskipta. Lausnin er byggð á viðmóti þar sem notandinn getur keyrt mismunandi hönnunarútfærslur og borið saman hvernig áhrif álags á stöðinni verður.