Sérhæfing á sviði orkuskipta
og snjallra greininga
Skyggnir Analytics er hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki með mikla þekkingu á orkumörkuðum og orkuskiptum. Margar áskoranir fylgja orkuskiptunum en einnig mörg tækifæri. Með öflugri greiningu á gögnum og notkun spá- og hermilíkana geta fyrirtæki búið sig betur undir orkuskiptin á hagkvæmari og snjallari hátt.
Við höfum þróað hugbúnaðarlausnir sem nýtast dreifiveitum vel í að skyggnast betur inn í þeirra kerfi og meta áhrif orkuskipta og annarra þátta. Lausnirnar geta auk þess nýst öðrum fyrirtækjum þar sem orkuskiptin munu hafa áhrif á framtíðarrekstur.
Við bjóðum einnig upp á sérhæfða ráðgjöf í tengslum við álagsstýringar rafbíla sem og almenna ráðgjöf tengda orkuskiptum eða orkumörkuðum. Við brennum fyrir því að finna lausn þeirra vandamála sem þitt fyrirtæki glímir við!
Teymið
Leitum að liðsauka!
Við erum að bæta við okkur starfsfólki og erum að leita að data engineer (gagnaverkfræðingi) frá og með haustinu 2024 til að ganga til liðs við fyrirtækið á spennandi tíma. Endilega sendið okkur línu ef þið hafið áhuga á storf@skyggnir.ai